Myndband gæti komið Bolsonaro í vanda

23.05.2020 - 05:39
epa08438003 The President of Brazil, Jair Bolsonaro, wears a face mask while leaving the Palacio da Alvorada presidential residence, in Brasilia, Brazil, 22 May 2020. Magistrate Celso de Mello, dean of the Brazilian Supreme Court, asked the Prosecutor's Office on Friday to analyze the possible need to seize the mobile phone of the head of state, Jair Bolsonaro, investigated for alleged illegal pressure against the Federal Police. The decision on this possible seizure, which would also affect one of the President's sons, Councilor Carlos Bolsonaro, must be made by the Attorney General, Augusto Aras, who is responsible for the investigation.  EPA-EFE/Joédson Alves
 Mynd: EPA-EFE - EFE
Myndbandsupptaka af ráðherrafundi brasilísku stjórnarinnar var birt í gær að kröfu hæstaréttardómara í landinu. Á fundinum lýsir forsetinn Jair Bolsonaro reiði sinni yfir því að fá ekki nægar upplýsingar frá lögreglunni og segist ætla að skipta út embættismönnum ef þess þurfi til þess að vernda fjölskyldu sína. 

Birting myndbandsins er hluti rannsóknar á ásökunum í garð forsetans um meint afskipti hans af glæparannsókn gegn syni hans. Sergio Moro, fyrrverandi dómsmálaráðherra í stjórn Bolsonaros, greindi frá afskiptum forsetans í apríl. Moro sagði forsetann hafa krafist breytinga hjá ríkislögreglunni, þar á meðal nýs ríkislögreglustjóra. Moro vék úr embætti þegar Bolsonaro rak ríkislögreglustjóra án þess að ráðfæra sig við hann.
Sjálfur segist Bolsonaro ekki hafa beitt óviðeigandi þrýstingi og segir ummæli sín rangtúlkuð.

Ætlar ekki að bíða eftir að lögreglan fari illa með fjölskylduna

Í myndbandinu sést hann kvarta undan því að hafa ekki tekist að gera breytingar á öryggissveitum í Rio de Janeiro. Hann ætli ekki að bíða eftir því að ríkislögreglan fari illa með fjölskyldu hans og vini. Bolsonaro segist hafa átt við yfirmann öryggisliðs hans sjálfs, sem hann hefur þó skipt um nýverið. Moro segir Bolsonaro hins vegar hafa átt við lögreglustjóra Rio, sem er talinn eiga þátt í rannsókn á sonum forsetans, sem búa í borginni.

Eins kvartar Bolsonaro undan því á fundinum að fá ekki nægar upplýsingar frá lögreglunni og öðrum stofnunum. Hann geti ekki unnið á þann hátt og verði að hafa afskipti af þeim. 

Vinsældir Bolsonaros hrakað

Vinsældir Bolsonaros hafa hrakað undanfarið. Meðal ástæðna er afsögn Moros, sem er þekktur fyrir baráttu sína gegn spillingu. Eins hafa tilraunir Bolsonaros til þess að gera lítið úr kórónuveirufaraldrinum aflað honum óvinsælda. yfir 20 þúsund eru látnir af völdum hennar í Brasilíu og yfir 330 þúsund hafa greinst smitaðir. 

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi