Lýsir ópum og örvæntingu um borð

23.05.2020 - 07:52
Erlent · Asía · Pakistan
epa08437848 Rescue workers search for the bodies of survivors in the wreckage of the passenger plane of state run Pakistan International Airlines, after it crashed on a residential colony, in Karachi, Pakistan, 22 May 2020. A Pakistan International Airlines passenger flight with over 100 people on board crashed on 22 May as it was about to land near a residential area close to the airport in the port city of Karachi, a civil aviation official said.  EPA-EFE/SHAHZAIB AKBER
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Annar þeirra sem komst lífs af úr flugslysinu í Pakistan í gær lýsir skelfingu og örvæntingu um borð í myndbandi sem gengur um samfélagsmiðla. Mohammad Zubair segist hafa verið umkringdur logum þegar hann komst til meðvitundar eftir hrapið. Eldurinn var allt um kring, og engin manneskja sjáanleg. Hann kveðst þó hafa heyrt grátur barna og fullorðinna.

Ópin komu alls staðar frá og allir reyndu að bjarga lífi sínu. Honum tókst að losa sætisbeltið og gekk í átt að ljósi sem hann sá. Svo stökk hann út úr vélinni.

97 af 99 þeirra sem voru um borð í vélinni fórust í slysinu. Fyrir utan hinn 24 ára gamla Zubair komst Zafar Masud, bankastjóri Punjab-bankans, lífs af. Zubair hlaut brunasár en ástand hans er stöðugt að sögn heilbrigðisráðuneytisins. 

Búið er að finna alla sem voru um borð í vélinni og er unnið að því að bera kennsl á líkin. Þegar er búið að bera kennsl á 19 þeirra sem voru um borð. 

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi