Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Leit í Vopnafirði frestað í dag vegna veðurs

23.05.2020 - 11:59
Mynd með færslu
 Mynd: Jón Helgason - RÚV
Ákveðið hefur verið að fresta leit að skipverja í Vopnafirði í dag vegna veðurs. Í tilkynningu frá Lögreglunni á Austurlandi segir að það sé vindur og talsverður sjógangur og skilyrði til leitar því slæm og ekki unnt að halda henni áfram í dag.

 

Stefnt er að því að leita á morgun og er verið að skipuleggja þá leit. Mannsins hefur verið saknað síðan á mánudag.

 

dagnyhe's picture
Dagný Hulda Erlendsdóttir