Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Fyrsta mannaða geimskotið frá Bandaríkjunum í níu ár

23.05.2020 - 04:19
epa07421487 A handout photo made available by NASA shows the unscrewed SpaceX Crew Dragon spacecraft just moments after undocking from the International Space Station (ISS), 08 March 2019. The Crew Dragon docked autonomously to the orbiting laboratory, a historic first for a commercially built and operated US crew spacecraft. The SpaceX Dragon demo capsule is set to return to Earth on 08 March.  EPA-EFE/NASA TV HANDOUT -- BEST QUALITY AVAILABLE -- HANDOUT EDITORIAL USE ONLY
Dragon-geimfar frá SpaceX losað frá geimstöðinni í mars 2019. Mynd: EPA-EFE - NASA TV
Bandaríska geimvísindastofnunin NASA sér enga ástæðu til þess að fresta fyrsta mannaða geimskotinu frá Bandaríkjunum í níu ár í næstu viku. Tveir geimfarar verða um borð í Dragon flaug SpaceX sem verður skotið á loft frá Kennedy geimflugstöðinni í Flórída á miðvikudag. 

Jim Bridenstine, yfirmaður NASA, tjáði blaðamönnum í gær að NASA hafi setið á fundi með stjórnendum SpaceX síðan á fimmtudag. Að honum loknum veitti NASA einkafyrirtækinu grænt ljós á fyrstu mönnuðu ferð fyrirtækisins að vel athuguðu máli. Tveir bandarískir geimfarar verða um borð, þeir Robert Behnken og Douglas Hurley. Áætlað er að flaugin taki á loft klukkan 16:33 að staðartíma, eða þegar klukkuna vantar 27 mínútur í níu að íslenskum tíma, á miðvikudag. 

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV