Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Covid-19: Rómanska Ameríka áhyggjuefni

23.05.2020 - 02:04
A graffiti of Brazil's President Jair Bolsonaro wearing a protective mask in Rio de Janeiro, Brazil, Tuesday, April 7, 2020. Brazil is in the midst of a pitched battle over the effectiveness of isolation to avoid the spread of the new coronavirus, with Bolsonaro dismissing the virus’ severity and publicly taking aim at governors who impose shutdowns that he says could cripple the economy. (AP Photo/Silvia Izquierdo)
 Mynd: AP
Á föstudag létust 1260 manns af völdum Kórónuveirunnar í Bandaríkjunum. Heildarfjöldi látinna er á kominn upp í tæp 96 þúsund frá því að faraldurinn skall á. Þetta sýna tölur frá Johns Hopkins háskólanum í Baltimore.

Skrásett tilfelli sýktra þar í landi eru nú orðin fleiri en nokkurs staðar í heiminum eða um 1,6 milljón. Brasilía kemur nú næst á eftir Bandaríkjunum og hefur farið fram úr Rússlandi þar sem opinberar tölur sýna að rúmlega 326 þúsund hafi veikst og 3200 dáið af völdum veirunnar.  

Í Brasilíu benda opinberar tölur til að rúm 21 þúsund hafi látist, yfir þúsund manns á dag undanfarna daga, og að ríflega 330 þúsund hafi sýkst. Sérfræðingar bera þó brigður á tölurnar enda séu fá sýni tekin; raunverulegar tölur í Brasilíu kunni jafnvel að vera fimmtán sinnum hærri.  

Fjöldi látinna þar í landi er samkvæmt þessu sá sjötti hæsti í veröldinni á eftir Bandaríkjunum, Bretlandi, Ítalíu, Spáni og Frakklandi. Alls hafa 335 þúsund lotið í lægra haldi fyrir Kórónaveirunni á heimsvísu.  

Faraldurinn nær hámarki í júní

Nú telur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) að í Rómönsku Ameríku sé nýr miðpunktur í útbreiðslu faraldursins og að ástandið sé sínu verst í Brasilíu. Ekki er talið að faraldurinn ná hámarki þar fyrr en í júní. 

Þær fréttir bárust frá Kína í dag að enginn greindist með veiruna. Það er í fyrsta skipti frá því að þarlend yfirvöld hófu að skrá tölur um sýkta. Samkvæmt opinberum upplýsingum hafa um 4600 fallið í valinn af völdum sjúkdómsins í Kína eða mun færri en í fámennari ríkjum. Bandaríkjamenn fara fremstir í flokki þeirra sem draga áreiðanleika talna þaðan í efa.  

Kínversk yfirvöld hafa þó eindregið borið af sér brigsl um nokkuð leynimakk  og staðhæft að þau hafi ávallt haldið öðrum ríkjum og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunni vel upplýstum.