Bayern og Dortmund unnu sína leiki

epa08440051 Bayern Munich's Serge Gnabry (C) and Alphonso Davies (R) celebrate their team fifth goal during the German Bundesliga soccer match Bayern Munich vs Eintracht Frankfurt in Munich, Germany, 23 May 2020. The German Bundesliga is the world's first major soccer league to resume after a two-month suspension because of the Coronavirus pandemic.  EPA-EFE/ANDREAS GEBERT / POOL DFL regulations prohibit any use of photographs as image sequences and/or quasi-video.
 Mynd: EPA-EFE - REUTERS POOL

Bayern og Dortmund unnu sína leiki

23.05.2020 - 19:32
Fimm leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Bayern Munchen vann Eintracht Frankfurt og situr enn í toppsætinu fjórum stigum á undan Borussia Dortmund sem vann einnig sinn leik.

Bayern átti ekki í miklum erfiðleikum með Eintracht Frankfurt en leiknum lauk með 5-2 sigri Bæjara, Dortmund vann á sama tíma góðan útisigur á Wolfsburg 2-0. 

Dortmund er sem stendur fjórum stigum á eftir Bayern Munchen en liðin mætast á Westfalen vellinum í Dortmund á þriðjudaginn nk. klukkan 16:30.