Ákærður fyrir nauðgun á salerni veitingastaðar

23.05.2020 - 20:13
Mynd með færslu
 Mynd: Ragnar Visage - RÚV
Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann fyrir nauðgun á salerni veitingastaðar í maí fyrir tveimur árum. Í ákærunni kemur fram að maðurinn hafi notfært sér að konan gat ekki spornað við verknaðinum sökum ölvunar

Konan krefst þess að maðurinn verði dæmdur til að greiða henni fimm milljónir í miskabætur. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.
 

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi