Valdís Þóra efst eftir fyrsta hringinn á Skaganum

Mynd með færslu
 Mynd: Sigurður Elvar Þórólfsson - GSÍ

Valdís Þóra efst eftir fyrsta hringinn á Skaganum

22.05.2020 - 19:09
Fyrstu 18 holurnar voru spilaðar á B59 Hotel mótinu í golfi á Akranesi í dag. Allir bestu kylfingar landsins taka þátt í mótinu sem er það fyrsta af fimm í stigamótaröð GSÍ 2020.

Eftir daginn er Valdís Þóra Jónsdóttir efst hjá konunum á fimm höggum undir pari. Spilað er á Garðavelli á Akranesi en það er heimavöllur Valdís Þóru. Hjá körlunum þeir Haraldur Franklín Magnús og Hákon Örn Magnússon efstir sömuleiðis með fimm undir pari. Ljóst er keppni verður spennandi í báðum flokkum en Ólafía Þórunn Kristinsdóttir varð önnur eftir hringinn í dag á fjórum höggum undir pari og Íslandsmeistarinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir fór á einu höggi undir pari.

Forysta Valdísar er naum en hún fór hringinn á 67 höggum en Ólafía 68. Á ýmsu gekk hjá Valdísi í þessum fyrsta hring en hún fékk einn örn, sjö fugla, tvo skolla og einn tvö­fald­an skolla. Ólafía fékk fimm fugla og aðeins einn skolla. 

Á morgun verður hægt að fylgjast með mótinu á Youtube síðu ÍA TV hér.