Úlfar sendi „sérfræðingum út í bæ“ tóninn

Mynd með færslu
 Mynd: Skjáskot - RÚV
Hluthafar Icelandair samþykktu einróma að farið verði í hlutafjárútboð á hluthafafundi í dag. Stjórnarformaður félagsins gagnrýndi harðlega umræðu svokallaðra „sérfræðinga úti í bæ“ um rekstur félagsins.

Hluthafafundurinn var vel sóttur. Fulltrúar rúmlega 82% hluafjár mættu og stóð fundurinn innan við klukkustund. Niðurstaðan var afgerandi, hlutafjárútboð upp á 22 til 29 milljarða króna var samþykkt.

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, sagði þetta mjög mikilvægt skref  í að styrkja fjárhagsstöðu félagsins. „Og það var mjög mikilvægt að finna þennan stuðning frá hluthöfum félagsins.“

Tímalínan fram undan er svona. 15. júní á að vera búið að ganga frá samkomulagi við lándadrottna, birgja og stjórnvöld. 16.-22. júní verður kynning fyrir fjárfesta og útboðið sjálft síðan frá 29. júní til annars júlí. Samkomulagið við stjórnvöld felur því í sér fyrirvara um hlutafjárútboðið.

Úlfar Steindórsson, stjórnarformaður Icelandair, hélt þrumuræðu í lok hluthafafundarins og sá ástæðu til að gagnrýna harðlega ýmsa sem þættust hafa vit á rekstri félagsins.  „Það er í raun og veru óþolandi, ef menn bara flétta blöðum og hlusta á það sem hefur farið fram. bæði í útvarpi og sjónvarpi, þar sem eru bæði nafngreindir og ónafngreindir sérfræðingar að hafa skoðun á Icelandair og því sem þar fer fram. Oftast er það nú þannig að stór hluti af þessu fólki bara ekki nokkurn skapaðan hlut um hvað það er að tala,“ sagði Úlfar í samtali við fréttastofu.

„Og það í raun og veru var það sem ég var að reyna að brýna hluthafana hér í lok fundar, er að standa  nú með félaginu eins og þeir gera með því að koma hér, en að taka þá þátt í þessari umræðu með jákvæðum og uppbyggilegum hætti. Því að við förum ekki langt á því að það séu allir að tala um hvað þetta sé allt ómögulegt. Vegna þess að við höfum fulla trú á félaginu til framtíðar og það er þvílíkt tækifæri sem við höfum, en vð gerum það ekki nema standa á bak við þetta frábæra félag

 

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi