Tilvistarlegar spurningar verslunarrýmisins

Mynd: RÚV / Menningin

Tilvistarlegar spurningar verslunarrýmisins

22.05.2020 - 09:15

Höfundar

Í galleríinu Harbinger við Óðinsgötu er engu líkara en að búið sé að opna litla verslun. Við nánari athugun kemur í ljós að þetta er myndlistarsýning sem nefnist Smásala, eða Retail, og er nýjasta einkasýning Geirþrúðar Finnbogadóttur Hjörvar í röð sem ber yfirskriftina Matrix.

Sýningin er innsetning sem sækir innblástur í búðarmenningu og búðarútstillingar. „Mér fannst mér áhugavert að velta fyrir mér stíleinkennum nútímans,“ segir Geirþrúður. „Það er eitthvað við búðir sem býður mann einstaklega velkominn; eitthvað fallegt við þessa sjónmenningu og um leið eitthvað skrítið. Það er eitthvað við þessi furðulegheit nútímasamfélagsins, þar sem við eyðum miklum tíma í búðum, sem mér fannst áhugavert að fjalla um á grundvelli fagurfræði.“

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Menningin

Geirþrúður segist reyna að hafa verkin opin í þeim skilningi að þau séu bæði aðgengileg sem tær sjónræn upplifun en líka að búi að baki þeim einhvers konar hugleiðingar sem formgerist í verkunum. „Í þessu tilviki snýst hugleiðingin um búðarkerfið, neyslukerfið. Þetta er einhvers konar matrix-heimur sem við erum föst innan í og það virðist ekki vera nein útgönguleið. Allar okkar þarfir eiga að vera uppfylltar í neyslusamfélaginu. Mig langaði ekki endilega að gagnrýna það heldur frekar að varpa ljósi á tilvistarlegar spurningar sem það hefur í för með sér.“ 

Fjallað var um Smásölu í Menningunni. Horfa má á innslagið hér að ofan.

Tengdar fréttir

Menningarefni

Þau fá listamannalaun 2019

Myndlist

Myndlist sem ruglar í fólki

Myndlist

Ég er ekki fræðimaður, ég vinn á innsæinu

Myndlist

Margfalt hálendi og fjallið yfir bænum