Orðin hæst launaða íþróttakona heims 22 ára

Mynd með færslu
 Mynd: Wiki Commons

Orðin hæst launaða íþróttakona heims 22 ára

22.05.2020 - 20:00
Japanska tennisstjarnarn Naomi Osaka er launahæsta íþróttakona heims og fer þar með upp fyrir tennisstjörnuna Serenu Williams.

Osaka, sem er 22 ára, hefur tvisvar unnið risamót í tennis og hefur síðustu tólf mánuði fengið rúmlega 30 milljónir punda í verðlaunafé, sem samvarar um fimm milljörðum íslenskra króna. Það er milljón pundum meira en Williams fékk á sama tíma

Frá því að Forbes tímaritið hóf að fylgjast með launum íþróttakvenna árið 1990 hafa það alltaf verið tenniskonur sem eru efstar á lista. Osaka er númer 29 á lista yfir hæst launaðasta íþróttafólk heims, fjórum sætum ofar en Williams sem hefur sjálf unnið 23 risamót í tennis. Tvær konur hafa ekki verið á listi Forbes síðan 2016.