Martin Hermanns orðaður við tvö stórlið

Mynd með færslu
 Mynd: Mummi Lú - RÚV

Martin Hermanns orðaður við tvö stórlið

22.05.2020 - 14:32
Gríska stórliðið Panathinikos er sagt á höttunum eftir Martin Hermanssyni, landsliðsmanni í körfubolta, en samningur hans við Alba Berlín rennur út í sumar.

Þetta kemur fram í frétt á Eurohoops. Þar er Martin orðaður við Panathinikos en liðið hefur sex sinnum fagnað sigri í Euroleague og 37 sinnum orðið grískur meistari. Liðið var í 6. sæti deildarinnar, þeirri sterkustu í Evrópu, þegar deildin fór í hlé vegna COVID-19.

Martin hefur undanfarin tvö ár leikið með Alba Berlín í Þýskalandi og varð þýskur bikarmeistari með Alba fyrr á þessu ári. Þar var hann að meðaltali með 10,9 stig í leik og sló í gegn á sínu fyrsta tímabili í Euroleague.

Samkvæmt heimildum Körfunnar.is hefur Martin sömuleiðis verið orðaður við spænska liðið Valencia en samningur Martins við Alba Berlín rennur út í sumar.

 

Tengdar fréttir

Körfubolti

Martin: Ég er á báðum áttum

Körfubolti

Tímabilið ekki búið hjá Martin

Körfubolti

Martin Hermanns: „Þetta svíður“