Mál Kristjáns Gunnars er enn til rannsóknar

Mynd með færslu
 Mynd: Magnús Geir - RÚV
Mál Kristjáns Gunnars Valdimarssonar, lögmanns og fyrrverandi lektors í skattarétti við Háskóla Íslands er enn í rannsókn. Þetta segir Hulda Elsa Björgvinsdóttir sviðstjóri ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 

Tæpir fimm mánuðir eru síðan gæsluvarðhaldsúrskurður yfir Kristjáni Gunnari rann út, en hann hafði verið í einangrun og síðar gæsluvarðhaldi eftir að hann var handtekinn á heimili sínu á jólanótt grunaður um frelsissviptingu, líkamsárás og kynferðisbrot gegn þremur konum. 

„Málið er enn í rannsókn,“ segir Hulda Elsa. „Þetta er alls ekki óvenju langur tími og það er ekkert óeðlilegt að mál af þessu tagi séu þetta lengi í rannsókn.“

Kristján Gunnar var fyrst handtekinn á Þorláksmessu vegna gruns um frelsissviptingu og kynferðisbrot gegn konu á þrítugsaldri. Hann var látinn laus að morgni aðfangadags en var svo aftur handtekinn á jólanótt. Þá var Kristján Gunnar sagður hafa svipt tvær aðrar konur frelsi og beitt þær grófu líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi.  

 

 

 

annalth's picture
Anna Lilja Þórisdóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi