Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Leit að skipverja hætt í dag

22.05.2020 - 17:28
Mynd með færslu
 Mynd: Rúnar Snær Reynisson - RÚV
Sjómaðurinn sem leitað hefur verið að á Vopnafirði undanfarna daga heitir Axel Jósefsson Zarioh og er á nítjánda aldursári. Hann er búsettur í Kópavogi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi. 

Leit hefur verið hætt í dag en vindur hefur aukist á svæðinu sem gerir leitarskilyrði erfið. Leitað hefur verið án árangurs í dag. Meðal annars hefur verið notaður prammi með glærum botni sem hægt er að sjá í gegnum niður á botn á grunnsævi. Leitað hefur verið meðfram ströndum og sandfjörur eknar við leit.

Leitarskilyrði verða metin í fyrramálið og leit skipulögð út frá aðstæðum.

Jón Hákon Halldórsson
Fréttastofa RÚV