Leiðtogi Téténíu veikur af COVID-19

22.05.2020 - 09:39
epa08436458 (FILE) Head of the Chechen Republic Ramzan Kadyrov attends a signing ceremony following Russian - Saudi Arabia's talks at the Saudi Royal palace in Riyadh, Saudi Arabia, 14 October 2019 (reissued 21 May 2020). According to media reports on 21 May 2020, Chechen leader Ramzan Kadyrov has flown to Moscow and is hospitalized with suspected coronavirus COVID-19 disease.  EPA-EFE/ALEXEY NIKOLSKY / SPUTNIK / KREMLIN POOL MANDATORY CREDIT
 Mynd: EPA-EFE - Sputnik
Ramzan Kadyrov, leiðtogi Téténíu, hefur verið fluttur á sjúkrahús í Moskvu, þar sem talið er hann hafi veikst af COVID-19 sjúkdómnum. Rússneskar fréttastofur greina frá þessu í dag. Engar upplýsingar hafa verið gefnar um líðan hans.

Hundrað og fimmtíu létust síðastliðinn sólarhring af völdum COVID-19 í Rússlandi að sögn heilbrigðisyfirvalda í Moskvu. Innan við níu þúsund greindust smitaðir í gær, þriðja daginn í röð. Dauðsföll af völdum farsóttarinnar eru orðin 3.249. Á áttunda þúsund hafa náð heilsu á ný eftir að hafa veikst. Hátt í hundrað þúsund sem smituðust af kórónuveirunni eru lausir við hana. Yfirvöld telja að farsóttin sé í jafnvægi. Hálfri milljón iðn- og byggingaverkamanna hefur verið heimilað að snúa aftur til vinnu sinnar í Moskvu.

 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV