Lana Del Rey svarar ásökunum um að hún upphefji ofbeldi

epa05429867 US singer Lana Del Rey performs during a concert at the 25th annual Les Vieilles Charrues Festival in Carhaix, France, 17 July 2016. The music festival runs from 14 to 17 July.  EPA/HUGO MARIE
 Mynd: EPA

Lana Del Rey svarar ásökunum um að hún upphefji ofbeldi

22.05.2020 - 11:02
Tónlistarkonan Lana Del Rey gaf í gær út yfirlýsingu á Instagram þar sem hún svarar ásökunum um að lög hennar upphefji ofbeldisfull sambönd. Í yfirlýsingunni þykir hún sömuleiðis draga tónlistarkonur á borð við Ariönu Grande, Camilu Cabello, Cardi B, Nicki Minaj og Beyoncé niður í svaðið.

Del Rey veltir því fyrir sér í yfirlýsingunni hvort hún megi fara að syngja um það að líða fallega þegar hún sé ástfangin í ófullkomnu sambandi án þess að vera ofsótt fyrir það að varpa dýrðarljóma á ofbeldi. Hún hljóti að mega það í ljósi þess að tónlistarkonurnar Doja Cat, Ariana Grande, Camila Cabello, Cardi B, Nicki Minaj og Beyoncé hafi allar setið í efsta sæti topplistanna með lög sem fjalla um það að vera kynþokkafull, stunda kynlíf, halda framhjá, vera nakin o.s.frv. 

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

A post shared by Lana Del Rey (@lanadelrey) on

Del Rey heldur svo áfram og segist vera komin með upp í kok af því að kvenkyns tónlistar- og söngkonur segi að hún sé að upphefja ofbeldisfull sambönd þegar raunin sé að hún sé einungis að syngja um líf sem sé raunveruleiki margra. Hún segir það sorglegt að þegar konur hafi loksins fengið tækifæri til þess að prufa sig áfram með mismunandi umfjöllunarefni í tónlist hafi hún verið ásökuð um að færa konur aftur um 100 ár með textunum sínum.

Uppruna yfirlýsingarinnar má rekja til þess að Del Rey hefur í gegnum tíðina verið gagnrýnd fyrir texta sína sem margir segja setja rómantískan blæ á andlegt og líkamlegt ofbeldi. Sem dæmi má nefna lag hennar, Ultraviolence, þar sem má finna textann „He hit me and it felt like a kiss“ sem hún hefur reyndar sagst vera hætt að syngja og lagið sem kom henni á kortið, Video Games, en það lýsir elskhuga sem er fjarlægur og fullur fyrirlitningar en hún elski samt að eilífu. 

Það sem vakti hins vegar reiði hjá mörgum var að Del Rey bætti því við að henni liði eins og hún hafi rutt leiðina fyrir aðrar konur og hvatt þær til þess að segja bara það sem þær vilja segja í sinni tónlist. Yfirlýsingin varð samstundis komin í umræðuna á samfélagsmiðlum og tístarar voru margir hverjir hneykslaðir sérstaklega í ljósi þess að flestar þær tónlistarkonur sem Del Rey minnist á í yfirlýsingunni eru litaðar konur. 

Del Rey hefur í kjölfarið bætt við athugasemdum á yfirlýsinguna þar sem hún tekur fram að þetta snúist alls ekki um litaðar konur heldur séu þær sem hún nefndi einungis nokkrar af hennar uppáhalds tónlistarkonum. Vandamálið sé að það séu ákveðnar konur sem menningin og samfélagið vilji ekki að hafi rödd, kynþáttur gæti spilað inn í en hú sé ekki fær um að dæma um það. 

Tengdar fréttir

Tónlist

Vonin er hættuleg í Bandaríkjum Lönu Del Rey

Tónlist

Retró-síuð rökkurlög Lönu Del Rey

Tónlist

Radiohead stefnir Lönu Del Rey fyrir lagastuld