Kalla eftir skýringum á ferðalagi aðalráðgjafa Johnsons

22.05.2020 - 21:52
epaselect epa07737699 British Prime Minister Boris Johnson waves as he enters 10 Downing Street following his appointment by the Queen in London, Britain, 24 July 2019. Former London mayor and foreign secretary Boris Johnson is taking over the post after his election as party leader was announced the previous day. Theresa May stepped down as British Prime Minister following her resignation as Conservative Party leader on 07 June.  EPA-EFE/NEIL HALL
 Mynd: EPA
Dominic Cummings, aðalráðgjafi Boris Johnsons, forsætisráðherra Bretlands, er sagður hafa ferðast rúmlega 400 kílómetra, frá Lundúnum til Durham, með eiginkonu sinni þegar hann var veikur og með einkenni sem svipuðu til kórónuveirunnar.

Þetta kemur fram á vef BBC.  Guardian og Mirror höfðu áður birt frétt í kvöld úr sameiginlegri rannsókn sinni þar sem kemur meðal annars fram að lögreglan hafi rætt við Cummings nokkrum dögum eftir að kvörtun barst frá íbúa í Durham. 

Laura Kuenssberg, stjórnmálaskýrandi BBC, segir að forsætisráðuneytið líti ekki svo á að Cummings hafi brotið reglur stjórnvalda með ferðalagi sínu. Heimildir Kuenssberg herma að Cummings-hjónin hafi farið til foreldra hans þannig að þau gæti hugsað um börnin þeirra á meðan þau jöfnuðu sig af veikindum sínum.

Þá hafi þau dvalist í annarri byggingu og þannig haldið sig við reglur yfirvalda um vera heima og ferðast ekki að nauðsynjalausu. Íbúar í Durham sáu hins vegar Cummings á sveimi fyrir utan heimili foreldra sinna í byrjun apríl skömmu áður en en Boris Johnson, forsætisráðherra, var lagður inn á sjúkrahús vegna kórónuveirunnar. Og haft er eftir einum þeirra að honum hafi verið brugðið að sjá Cummings utandyra.

Stjórnarandstaðan í Bretlandi lítur svo á að hinn umdeildi Cummings verði að skýra mál sitt.

Talsmaður Verkamannaflokksins sagði það ekki ganga að ein regla væri í gildi fyrir íbúa landsins en önnur fyrir Dominic Cummings.  Ian Blackford, þingmaður skoska þjóðarflokksins, sagði tvo valkosti í stöðunni; annað hvort ræki forsætisráðherrann Cummings úr starfi eða hann segði sjálfur upp.

Það hefur ekki gengið þrautarlaust hjá breskum ráðamönnum að berjast við kórónuveiruna. Landlæknir Skota þurfti að segja af sér eftir að skosku blöðin birtu myndir af henni í sumarhúsi sínu.

Þá neyddist aðalráðgjafi bresku ríkisstjórnarinnar í málefnum COVID-19 , Neil Ferguson, til að hætta í starfi sínu eftir að upp komst að ástkona hans hafði heimsótt hann á meðan aðrir íbúar landsins héldu sig heima. 

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi