Jerry Sloan látinn

epa02575422 Utah Jazz head coach Jerry Sloan talks at a press conference announcing his retirement as the Jazz coach in Salt Lake City, Utah, USA, 10 February 2011. Sloan has been the head coach of the Jazz for over 23 years and is the longest tenured coach in U.S. professional sports.  EPA/GEORGE FREY
 Mynd: EPA - RÚV

Jerry Sloan látinn

22.05.2020 - 15:16
Einn þekktasti körfuboltaþjálfarinn úr NBA deildinni lést í dag, 78 ára að aldri. Hann glímdi við Parkison og Lewy heilahrörnunarsjúkdóminn allt frá árinu 2016.

Sloan lék með Chicago Bulls á árunum 1966 til 1976, en var ekki síður þekktur sem þjálfari Utah Jazz. Hann var ráðinn aðstoðarþjálfari Jazz árið 1985, en hafði áður þjálfað Bulls á árunum 1979 til 1982. Árið 1988 var hann svo ráðinn aðalþjálfari Jazz og þjálfaði liðið allt til ársins 2011. Utah Jazz spilaði tvisvar í úrslitum undir stjórn Sloan, vorin 1997 og 1998.

Jerry Sloan var tekinn inn í Frægðarhöll NBA-deildarinnar árið 2009. Í yfirlýsingu frá Utah Jazz segir að Sloan verði ávallt hluti af liðinu og liðið syrgi með fjölskyldu og aðdáendum hans. „Við erum þakklát fyrir þann árangur sem hann náði hér í Utah og þá tryggð sem hann sýndi okkur í áratugi,“ segir í yfirlýsingunni.