Haraldur Franklín og Hákon efstir eftir fyrsta hringinn

Mynd með færslu
 Mynd: GSÍ

Haraldur Franklín og Hákon efstir eftir fyrsta hringinn

22.05.2020 - 18:02
Fyrstu 18 holurnar voru spilaðar á B59 Hotel mótinu í golfi á Akranesi í dag. Allir bestu kylfingar landsins taka þátt í mótinu sem er það fyrsta af fimm í stigamótaröð GSÍ á þessu tímabili.

Þegar karlarnir hafa lokið við fyrsta hringinn eru þeir Haraldur Franklín Magnús og Hákon Örn Magnússon efstir en þeir léku á fimm höggum undir pari. Hlynur Bergsson er þriðji á fjórum höggum undir pari og þar á eftir koma þeir Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Dagbjartur Sigurbrandsson á þremur undir pari. Keppni í karlaflokki er því jöfn og spennandi en sigurvegari ÍSAM-mótsins um síðustu helgi, Andri Þór Björnsson, spilaði hringinn á pari.

Konurnar hafa ekki lokið leik í dag en þegar 15 holur eru búnar eru atvinnukylfingarnir Valdís Þóra Jónsdóttir og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir efstar á fjórum höggum undir pari.
 

Tengdar fréttir

Golf

Mikil spenna er Andri og Guðrún fögnuðu sigri