Fyrsti þáttur nýrrar unglingaþáttaraðar kominn í loftið

Mynd með færslu
 Mynd: rúv núll - bömmer

Fyrsti þáttur nýrrar unglingaþáttaraðar kominn í loftið

22.05.2020 - 13:02
Fyrsti þáttur Bömmer úr smiðju Tatsi í samstarfi við RÚV núll er kominn út. Þættirnir fjalla um tvo vini sem eiga sér draum um að gefa út tónlist saman. Kvíði og depurð þvælist fyrir vinskapnum og þegar Klara, skólasystir þeirra, kemur inn í myndina flækist vináttan enn frekar.

Horfðu á fyrsta þáttinn af Bömmer hér.

Með aðalhlutverk í þáttunum fara Baldur Einarsson, Ásgeir Sigurðsson og Lára Snædal Boyce. Ásgeir er einnig handritshöfundur og leikstjóri þáttanna, hann segir að hann hafi gert þessa þætti því honum fannst vanta efni fyrir ungt fólk og ákvað því að framleiða þá sjálfur með vinum sínum.

Bömmer eru nýir þættir sem koma út á föstudögum, horfðu á fyrsta þáttinn í spilara RÚV.