Fjórtán daga sóttkví við komuna til Bretlands

22.05.2020 - 08:34
epa08397434 Passengers wear masks as they arrive at Heathrow Airport, in Britain, 02 May 2020.  Due to the coronavirus number UK daily flights has fallen and in some routes have been suspended. British Airways' parent company IAG announced it is set to cut up to 12,000 positions. Easyjet has laid off its 4,000 UK-based cabin crew for two months. Countries around the world are taking increased measures to stem the widespread of the SARS-CoV-2 coronavirus which causes the Covid-19 disease.  EPA-EFE/NEIL HALL
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Bresk stjórnvöld ætla í dag að kynna reglur um að allir sem koma til Bretlands frá útlöndum, í farþegaflugi, með ferjum eða lestum, verði sendir í sóttkví. Brandon Lewis, Norður-Írlandsmálaráðherra stjórnarinnar, greindi frá þessu í morgun í viðtali við Sky News fréttasjónvarpsstöðina. Hann sagði að nánari útfærsla yrði kynnt síðar í dag, en staðfesti að sóttkvíin yrði fjórtán dagar.

Þeir sem koma til Bretlands verða að fylla út eyðublað þar sem meðal annars kemur fram hvar þeir hyggjast halda til meðan á sóttkvínni stendur. Fylgst verður með því að þeir fari eftir öllum reglum. Þeir sem staðnir verða að því að halda sig ekki innan dyra í tilskilinn tíma eftir komuna til landsins mega búast við því að verða sektaðir um eitt þúsund sterlingspund, jafnvirði 180 þúsund króna.

Vöruflutningabílstjórar og heilbrigðisstarfsmenn verða undanþegnir reglunum um fjórtán daga sóttkví, samkvæmt heimildum breskra fjölmiðla. Sömuleiðis þeir sem koma frá Írlandi.

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV