Farþegaflugvél fórst í Pakistan

22.05.2020 - 10:27
epa08437364 (FILE) - An image provided by Maik Voigt via Jetphotos.com shows PIA Airbus A320 AP-BLD at Dubai International Airport, United Arab Emirates, 12 December 2017 (issued 22 May 2020). The Pakistan International Airlines (PIA) flight PK8303 from Lahore to Karachi carrying some 107 passengers and crew, crashed while landing in Karachi on 22 May.  EPA-EFE/MAIK VOIGT / JETPHOTOS MANDATORY CREDIT: MAIK VOIGT  EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA-EFE - Maik Voigt
Farþegaþota af gerðinni Airbus A320 frá pakistanska flugfélaginu Pakistan International Airlines fórst í dag skammt frá alþjóðaflugvellinum í Karachi. Hún var að koma frá borginni Lahore og brotlenti í íbúðahverfi.

Sjónvarpsmyndir af vettvangi sýna að þaðan leggur dökkan reyk. Að sögn talsmanns flugfélagsins voru níutíu farþegar um borð. Aðrar heimildir herma að þeir hafi verið 107. Átta vöru í áhöfn. Ekki er vitað hvort einhverjir komust lífs af úr slysinu.

Örfáir dagar eru frá því að stjórnvöld í Pakistan heimiluðu að farþegaflug yrði hafið að nýju. Það var stöðvað til að reyna að hemja útbreiðslu kórónuveirunnar.

Margir eru á faraldsfæti í Pakistan um þessar mundir vegna Eid al-Fitr hátíðarinnar, sem markar lok ramadan föstumánaðarins. Hefð er fyrir því að fólk haldi hátíðina með sínum nánustu.

Fréttin hefur verið uppfærð.

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi