Eldur kom upp í bíl á verkstæði

22.05.2020 - 18:03
Mynd með færslu
 Mynd:
Eldur kom upp í bíl sem var inni á verkstæði í Skeifunni 5, nærri Vínbúðinni, nú síðdegis. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu brugðust starfsmenn verkstæðisins snarlega við og náðu að slökkva eldinn að stórum hluta til.

Slökkviliðsmenn kláruðu síðan verkið þegar þeir komu á staðinn og voru að reykræsta nú rétt fyrir fréttir. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu hefði getað komið upp mikill eldur ef ekki hefði verið brugðist jafn skjótt við.

Þá bárust viðvörunarboð frá Landspítalanum. Slökkviliðsmenn fóru á vettvang en enginn eldur fannst og ekki liggur fyrir hvers vegna kerfið fór í gang. 
 

Jón Hákon Halldórsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi