Eldur í kjallaraíbúð í Hlíðasmára

Mynd með færslu
 Mynd: Birgir Þór Harðarson - RÚV
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna elds í kjallaraíbúð í Hlíðarsmára um klukkan ellefu í kvöld. Allt tiltækt lið var kallað út í fyrstu, en eftir að í ljós kom að eldurinn var minni en óttast var voru flestar stöðvar kallaðar til baka.

Eldurinn kviknaði í örbylgjuofni í íbúðinni. Einn maður var inni í íbúðinni og komu slökkviliðsmenn honum út, heilum á húfi. Greiðlega gekk að slökkva eldinn og eru nú tveir fullmannaðir slökkvibílar eftir á staðnum við reykræstingu.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV