Bestu kylfingar landsins hefja keppni á Akranesi í dag

Mynd með færslu
 Mynd: GSÍ - RÚV

Bestu kylfingar landsins hefja keppni á Akranesi í dag

22.05.2020 - 10:44
Í dag hefst fyrsta mótið af fimm á stigamótaröð Golfsambands Íslands á tímabillinu. Íslenskir atvinnukylfingar sem eru hérlendis vegna COVID-19 faraldursins taka þátt í mótinu.

125 keppendur eru skráðir til leiks en en meðal keppenda eru atvinnukylfingarnir Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir en þær tóku allar þátt á ÍSAM mótinu í Mosfellsbæ síðustu helgi. Þá stóð Guðrún Brá uppi sem sigurvegari eftir æsispennandi bráðabana gegn Ólafíu Þórunni. Í karlaflokki eru einnig sterkustu kylfingar landsins skráðir til leiks, til að mynda Andri Þór Björnsson, Guðmundur Kristjánsson, Haraldur Franklín Magnús, Axel Bóasson og fleiri. Andri Þór sigraði í karlaflokki á ÍSAM mótinu síðustu helgi.

Sýnt verður frá mótinu á laugardag og sunnudag á Youtube síðu ÍATV.

Tengdar fréttir

Golf

Mikil spenna er Andri og Guðrún fögnuðu sigri