Barn fékk eitrun - vara við leikfanginu Science Lab

22.05.2020 - 16:26
Mynd með færslu
 Mynd: Þórgunnur Oddsdóttir
Barn, á grunnskólaaldri, sem var að leika sér með leikfangið Science Lab ásamt vinum þurfti í kjölfarið að leggjast inn á Barnaspítala Hringsins nýlega. Leikfangið er ætlað til að þroska börn og auka áhuga á vísindum. Í pakkanum með tilraunaverkfærunum er kopar-súlfat sem getur valdið eitrunaráhrifum, samkvæmt upplýsingum frá Barnaspítala Hringsins.

Barnið sem var lagt inn á spítalann drakk vökvann og fékk umtalsverð eitrunareinkenni. Það hefur náð sér vel. Barnaspítali Hringsins vill koma því á framfæri við börn, unglinga og foreldra að umrætt efni getur verið afar skaðlegt og valdið umtalsverðum eitrunareinkennum. 

Málið hefur verið tilkynnt til Neytendastofu.

dagnyhe's picture
Dagný Hulda Erlendsdóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi