Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Áfram leitað á Vopnafirði

22.05.2020 - 11:36
Leit að sjómanni sem féll í sjóinn við Vopnafjörð.
 Mynd: Rúnar Snær Reynisson
Leit hófst að nýju í morgun um klukkan hálfátta að skipverja sem saknað er á Vopnafirði. Björgunarsveitin Vopni nýtur aðstoðar björgunarsveitarinnar Lífsbjargar úr Snæfellsbæ við leitina. Lífsbjörg á leitartæki sem kölluð er Coastex og er leitarprammi með glugga til að skanna botn á grunnsævi.

Mannsins hefur verið saknað frá því á mánudag. Leitað er frá Tangasporði að Sandvík auk þess sem leitað verður í sandfjörum á svæðinu. Leitað verður á sjó í dag og meðfram strandlengjunni.
 

Jón Hákon Halldórsson
Fréttastofa RÚV