Slökkvilið kallað aftur að húsinu í Hafnarstræti

21.05.2020 - 10:25
Reyks varð vart í húsi sem brann hálfum öðrum sólarhring áður.
 Mynd: Ágúst Ólafsson - RÚV
Slökkvilið Akureyrar var kallað aftur að húsi við Hafnarstræti 37 á Akureyri í morgun þegar reyks varð vart í húsinu. Húsið eyðilagðist í eldi í fyrrakvöld og þá var manni bjargað út úr logandi húsinu. Hann var fluttur til Reykjavíkur með sjúkraflugi. Um klukkan tíu í morgun varð vart við eld á ný í húsinu. Slökkvilið Akureyrar fór á vettvang og vann að því að slökkva eldinn um klukkan tuttugu mínútur yfir tíu.

Að sögn Lögreglunnar á Norðurlandi eystra er útlit fyrir að glóð hafi leynst í húsinu. Hún kann að hafa breiðst út og valdið eldinum þegar hvessti nokkuð í morgun. Ekki var talin hætta á ferðum við slökkvistarfið.

Reyks varð vart í húsi sem brann hálfum öðrum sólarhring áður.
 Mynd: Ágúst Ólafsson - RÚV