Opinberir starfsmenn aftur til vinnu í Danmörku

21.05.2020 - 01:17
epa08283062 Danish Prime Minister Mette Frederiksen (R) holds a press briefing on the novel coronavirus Covid-19 situation, in Copenhagen, Denmark, 10 March 2020. Denmark announced on the day that it has registered 156 cases of Covid-19 infections.  EPA-EFE/LISELOTTE SABROE  DENMARK OUT
 Mynd: EPA
Opinberir starfsmenn mega mæta til vinnu sinnar á Jótlandi og Fjóni í Danmörku. Þetta var niðurstaða nefndar danska þingsins sem sér um að útfæra opnun landsins og hagkerfisins eftir kórónuveirufaraldurinn. Sjáland, og þar á meðal höfuðborgarsvæðið, verður að bíða betri tíma samkvæmt nefndinni.

Útbreiðsla og smittíðni á höfuðborgarsvæðinu og annars staðar á Sjálandi þykir enn of mikil til þess að öruggt sé að opna svæðið strax. Opinberir starfsmenn, sem ekki gegna lífsnauðsynlegum störfum, hafa unnið að heiman síðan Mette Frederiksen skipaði svo um 11. mars. Þá var faraldurinn á hraðri uppleið í Danmörku. 
 

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV