Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Leit hætt í dag

21.05.2020 - 18:53
Mynd með færslu
 Mynd: Jón Helgason - RÚV
Leit að skipverjanum sem saknað hefur verið frá því á mánudag hefur ekki borið árangur. Félagar úr Björgunarsveitinni Vopna og slysavarnafélaginu Sjöfn leituðu í dag frá Tangasporði að Sandvík og þar í sandfjörunum. Leit á sjó hefur verið frestað vegna sjógangs en leitarskilyrði verða endurskoðuð þegar líður á kvöldið. Frekari leit á landi verður ekki haldið áfram í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi.

Leit morgundagsins verður skipulögð í fyrramálið og reiknað er með að sú leit verði með svipuðu sniði og í gær og leitarsvæðið hið sama.