Látinn eftir eldsvoða

21.05.2020 - 11:45
Mynd með færslu
 Mynd: Mohammad reza Fathian - Pexels
67 ára gamall karlmaður sem lenti í eldsvoða á Akureyri á þriðjudagskvöld er látinn. Hann andaðist á gjörgæsludeild Landspítala seinnipart dags í gær.

Slökkviliðsmenn fundu manninn inni í brennandi húsi við Hafnarstræti 37 á Akureyri eftir að tilkynnt var um eld í húsinu í fyrrakvöld. Hann var fluttur á Sjúkrahúsið á Akureyri og þaðan með sjúkraflugi til Reykjavíkur sama kvöld. 

Í færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra kemur fram að rannsókn eldsvoðans sé á á frumstigi. Tæknideild lögreglu lauk vettvangsrannsókn í gær og meðal þess sem verður tekið til frekari skoðunar er rafmagnstæki.