Hundruð létust í þjóðflokkaátökum í Suður-Súdan

21.05.2020 - 03:43
epa04833157 Members of the South Korean contingent Hanbit unit run at its base in the city of Bor, Jonglei State, South Sudan, 06 July 2015, as they take part in a quick-reaction-force drill. The 290-member unit, mostly engineers and medics, is in South
Suðurkóreskir friðargæsluliðar á æfingu í Suður-Súdan. Mynd: EPA - Yonhap
Minnst 287 eru látnir og yfir 300 særðir eftir átök þjóðflokka í Suður-Súdan um helgina. Að sögn stjórnvalda sló í brýnu á milli Murle og Lou Nuer þjóðanna á laugardag. Starfsmenn lækna án landamæra eru meðal látinna.

Al Jazeera greinir frá því að eftirlitsmenn frá verkefni Sameinuðu þjóðanna í Suður-Súdan séu í bænum Pieri þar sem þeir yfirheyra þá sem komust úr lífs af í átökunum. Sameinuðu þjóðirnar hafa ekki staðfest fjölda látinna og særða. Eftirlitsmennirnir fá misvísandi upplýsingar um fjölda látinna, eftir því hvaðan þær koma, að sögn Al Jazeera. Embættismenn greindu Al Jazeera frá því að þeir óttist að fleiri eigi eftir að láta lífið af sárum sínum. 

Mögulega hefndaraðgerð

Haft er eftir John Dak Gatluak, sýslumanni í Uror-sýslu, að þungvopnaðir Murle-menn hafi ráðist á sex þorp á laugardag. Yfirvöld í sýslunni telja að þeir hafi verið að hefna ránsferðar Lou Nuer-manna í febrúar, þegar þeir rændu börnum og búfénaði af Murle. 

Suður-Súdan er að jafna sig eftir sex ára blóðuga borgarastyrjöld. Nærri 400 þúsund létu lífiðí átökunum og milljónir urðu að flýja heimili sín. Stjórnvöld og uppreisnarhreyfingar náðu saman um nýja þjóðstjórn í febrúar. Þeim hefur þó ekki tekist að koma sér saman um hverjir fá að stjórna hvaða héruðum í landinu. Það hefur skapað tómarúm þar sem átök á milli þjóðflokka þrífast. 

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi