Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Fjöldi látinn af völdum fellibylsins Amphan

21.05.2020 - 05:13
Erlent · Hamfarir · Asía · Bangladess · Indland
epa08433320 Heavy rain and wind as cyclone Amphan approaches the Odisha coast, Paradeep, India, 20 May 2020. Cyclone Amphan, termed as 'super cyclone' approaches through the Bay of Bengal and is expected to make a landfall on West Bengal coast on 20 May. Mass evacuation has been going on to secure as many as 300,000 people in the regions of Odisha and West Bengal, which are expected to be affected by Cyclone Amphan.  EPA-EFE/STR
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Minnst fjórtán eru látnir af völdum fellibylsins Amphan sem gengur yfir austurströnd Indlands og Bangladess. Þúsundir heimila eru rústir einar eftir veðurofsann. Mamata Banerjee, héraðsstjóri Vestur-Bengals, sagði fréttamönnum í gær að ástandið væri enn verra en kórónuveirufaraldurinn.

Hún segir fjölda svæða hafa lagst í rúst og samskipti við þau hafa rofnað. Um hálfri milljón manna var gert að yfirgefa heimili sín, en Banerjee segir það líklega ekki hafa verið nóg. Yfirvöld hafi ekki gert sér grein fyrir því hversu ógurlegur fellibylurinn væri.

Í nágrannaríkinu Bangladess var vel á þriðju milljón gert að yfirgefa heimili sín og halda til í óveðursskýlum. Eins var hundruð flóttamönnum úr röðum Róhingja frá Mjanmar gert að koma sér í skjól. Mikil flóðahætta er á eyjunni þar sem flóttamannabúðir þeirra eru. 

Amphan er stærsti fellibylur sem hefur myndast við Bengalflóa í rúma tvo áratugi. 
 

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV