Ekkert nýtt smit

21.05.2020 - 13:06
Mynd með færslu
 Mynd: Landspítali/Þorkell Þorkelsso
Sýkla- og veirufræðideild Landspítala og Íslensk erfðagreining greindu 597 sýni í gær. Ekkert þeirra reyndist jákvætt og því ekkert nýtt smit. Einn greindist með COVID-19 veikina í fyrradag og er það eina smitið sem greinst hefur á landinu í rúmlega viku.

Þrír eru í einangrun vegna kórónuveirusmits. Ekki þurfti að leggja neinn þeirra inn. Alls hafa 1.803 smit verið greind hérlendis frá upphafi faraldursins í 58.225 sýnatökum. 1.790 hafa náð bata en tíu létust.

20.178 hafa lokið sóttkví en 901 er enn í sóttkví. Flestir þeirra sem eru í sóttkví búa á höfuðborgarsvæðinu, 501. Næst flestir búa á Suðurlandi, 109. Fæstir eru í sóttkví á Norðurlandi vestra, tíu.

 
Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV