Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Út úr kófinu - blaðamannafundur

20.05.2020 - 11:47
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Forsætisráðherra, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra hafa boðað til blaðamannafundar í hádeginu til að kynna markáætlun og skýrslu um fjórðu iðnbyltinguna, áherslur í nýsköpunarmálum og áherslur í vísindamálum.

Blaðamannafundurinn hefst klukkan 12. 

Á fundinum taka einnig til máls: 
-        Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor í lýðheilsufræðum,
-        Huginn Freyr Þorsteinsson, formaður verkefnisstjórnar um fjórðu iðnbyltinguna,
-        Tryggvi Þorgeirsson formaður Tækniþróunarsjóðs,
-        Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði.

Hér má fylgjast með fundinum: 

Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV