Norwegian uppfyllir skilyrði fyrir ríkisábyrgð

20.05.2020 - 08:07
Erlent · Noregur · Evrópa · Viðskipti
epa07431268 (FILE) - Grounded Boeing 737-800 aircrafts of Norwegian budget carrier 'Norwegian' at Arlanda Airport of Stockholm, Sweden, 05 March 2015 (reissued 12 March 2019). Reports on 12 March 2019 state 'Norwegian' is to ground its fleet of Boeing 737 MAX 8 planes as a reaction to recommendation from European aviation authorities. The moves comes following the crash of a Ethiopian Airlines Boeing 737 MAX 8 plane on 10 March, killing all 157 onboard the plane.  EPA-EFE/JOHAN NILSSON SWEDEN OUT
 Mynd: EPA-EFE - TT NEWS AGENCY
Flugfélagið Norwegian hefur hrint í framkvæmt björgunaráætlun sinni og þannig uppfyllt skilyrði fyrir lánum upp á þrjá milljarða norskra króna, jafnvirði fjörutíu og þriggja milljarða íslenskra króna, með ábyrgð frá norska ríkinu.

 

Fyrirtækið tilkynnti þetta í morgun og framkvæmdastjórinn Jacob Schram sagði að með þessu hefði verið lagður góður grunnur fyrir framtíð fyrirtækisins, en næstu mánuðir yrðu þó erfiðir. Þetta væri staðfesting á að bæði hluthafar, lánardrottnar og aðrir hefðu trú á fyrirtækinu og framtíðaráformum þess.