Fellibylurinn Amphan nær landi

20.05.2020 - 17:43
Erlent · Asía · Indland · Veður
A man covers himself with a plastic sheet and walks in the rain ahead of Cyclone Amphan landfall, at Bhadrak district, in the eastern Indian state of Orissa, Wednesday, May 20, 2020. A strong cyclone blew heavy rains and strong winds into coastal India and Bangladesh on Wednesday after more than 2.6 million people were moved to shelters in a frantic evacuation made more challenging by coronavirus. (AP Photo)
 Mynd: AP
Fellibylurinn Amphan er farinn að láta til sín taka á Indlandi. Þegar hann náði inn á austurströnd landsins í dag var vindhraðinn 53 metrar á sekúndu. Miðja óveðursins var þá yfir Sagar-eyju undan ströndinni.

Búist er við að Amphan eigi eftir að valda miklu tjóni á Indlandi og í nágrannaríkinu Bangladess. Milljónir íbúa við sjávarsíðuna hafa verið fluttar á brott. Vegna COVID-19 farsóttarinnar hefur almannavörnum veist erfiðara en ella að ná sambandi við íbúana.

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV