Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

COVID-19: Dauðsföllum fjölgar í Brasilíu

20.05.2020 - 09:47
epaselect epa08432204 A gravedigger rests in the Vila Formosa cemetery, in Sao Paulo, Brazil, 18 May 2020 (issued 19 May 2020). Twelve hours and 62 burials. A day without respite in which there is no time to pray to the deceased. This is the daily routine of the gravediggers of the Brazilian cemetery of Vila Formosa, the largest in Latin America, in the middle of a coronavirus pandemic. 'It is one body after another, we do not stop.' Throughout Brazil, nearly 17,000 Covid-19 deaths and more than 250,000 coronavirus infections are recorded.  EPA-EFE/Fernando Bizerra  ATTENTION: This Image is part of a PHOTO SET
Grafreitur fyrir þá sem látist hafa úr COVID-19 í Sao Paulo. Mynd: EPA-EFE - EFE
Nærri 1.200 létust af völdum COVID-19 í Brasilkíu í gær sem er mesti fjöldi á einum degi síðan kórónuveirufaraldurinn braust þar út. UM 18.000 manns hafa dáið úr sjúkdómnum í Brasilíu. Um 272.000 hafa greinst þar smitaðir af kórónuveirunni.

Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hefur víða verið gagnrýndur fyrir framgöngu sína vegna COVID-19. Hann sagði í gær að heilbrigðisráðuneyti landsins myndi í dag birta nýjar viðmiðunarreglur um notkun malaríulyfsins hydroxychloroquine við sjúkdómnum, en það er afar umdeilt.

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir í fyrradag að hann notaði lyfið í forvarnarskyni.