Ákæruvaldið krefst 21 árs fangelsis

20.05.2020 - 09:01
Erlent · Noregur · Evrópa
epaselect epa08406765 Norwegian suspect Philip Manshaus attends the start of his trial on terrorism and murder charges in the Asker and Baerum district court in Sandvika, west of Oslo, Norway, 07 May 2020. Manshaus is accused of an attempted terrorist attack in connection with a gun attack on an Oslo mosque in August 2019. He is also charged with the murder of his 17-year-old half-sister, whose body was found on the same day as the shooting.  EPA-EFE/LISE ASERUD  NORWAY OUT
Philip Manshaus við upphaf réttarhalda fyrr í þessum mánuði. Mynd: EPA-EFE - NTB SCANPIX
Ákæruvaldið í Noregi krefst þess að Philip Manshaus verði dæmdur í 21 árs fangelsi og að hann sitji inni að lágmarki í 14 ár fyrir að myrða stjúpsystur sína í ágúst í fyrra og ráðast síðan vopnaður inn í mosku í bænum Bærum þar sem hann særði einn mann áður en hann var yfirbugaður.

Þetta sagði saksóknarinn Johan Øverberg á síðasta degi réttarhalda í morgun. Hann sagði að Manshaus hefði bæði skipulagt morðið á stjúpsystur sinni og árásina á moskuna og hefði horft þar til árásarinnar á moskuna í Christchurch á Nýja Sjálandi í fyrra. 

Manshaus aðhyllist skoðanir öfgahægrimanna og hefur andúð á innflytjendum og hefur ekki farið dult með þær skoðanir við réttarhöldin.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV