Trump hótar að hætta fjárveitingum til WHO endanlega

epa08428436 US President Donald J. Trump speaks to the media at the White House after arriving on Marine One, in Washington, DC, USA, 17 May 2020, following a weekend trip to Camp David.  EPA-EFE/Chris Kleponis / POOL
 Mynd: EPA-EFE - Polaris Images POOL
Donald Trump Bandaríkjaforseti, hótar því að stöðva endanlegar allar greiðslur ríkisins til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunnar, WHO. Í bréfi hans til forstjóra stofnunarinnar fer hann fram á þó nokkrar breytingar, ella hætti fjárveitingar.

Bandaríkjastjórn hætti greiðslum til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar tímabundið um miðjan apríl. Þá sökuðu Bandaríkin stofnunina um að vera of náin Kína og um að hafa brugðist illa við heimsfaraldrinum. 

Trump birti bréf sitt til Tedros Ghebreyesus, forstjóra stofnunarinnar, á Twitter í gær. Við það skrifaði hann að bréfið útskýri sig sjálft. 

Í bréfinu útlistar Trump hvar hann telur stofnunina hafa farið rangt að í viðbrögðum sínum við faraldrinum. Þess á meðal að hafa hunsað fyrstu tíðindum af kórónuveirunni. Hann bætir við að ljóst sé að WHO sé of náið Kína. 

Vill að stofnunin sýni fram á sjálfstæði frá Kína

Hann ritar að ljóst sé að síendurtekin mistök WHO í faraldrinum hafi bitnað illa á heimsbyggðinni. Eina rétta skrefið fyrir stofnunina sé að sýna fram á sjálfstæði frá Kína.

Þá bætir hann því við að ef stofnunin skuldbindi sig ekki til þess að bæta sig stórlega á næstu þrjátíu dögum, muni tímabundið greiðslustopp Bandaríkjanna til stofnunarinnar vera gert endanlegt. Enn fremur að aðild þeirra í WHO verði endurskoðað. 

Óháð mat fer fram á WHO

Í gær tilkynnti WHO að óháð mat verði gert á viðbrögðum stofnunarinnar við faraldrinum. Þá viðurkenndi Ghebreyesus sjálfur að mistök hafi átt sér stað og að óskum sem berast um að mat fari fram sé tekið fagnandi.