Mishustin kominn aftur til starfa

19.05.2020 - 10:14
epa08394063 Russian President Vladimir Putin (L) attends a meeting with Prime Minister Mikhail Mishustin (R) via teleconference call at Novo-Ogaryovo state residence, outside Moscow, Russia, 30 April 2020. Mikhail Mishustin informed President Vladimir Putin of his positive test on SARS-CoV-2 coronavirus and proposed Russian first deputy prime minister Andrei Belousov as acting prime minister.  EPA-EFE/ALEXEI DRUZHININ / KREMLIN POOL /SPUTNIK MANDATORY CREDIT
Forsætisráðherrann á Netfundi með Vladimir Pútín forseta 30. apríl þegar hann greindi honum frá veikindum sínum. Mynd: EPA-EFE - SPUTNIK POOL
Mikhail Mishustin, forsætisráðherra Rússlands, hefur snúið aftur til starfa eftir að hafa veikst af COVID-19. Stjórnvöld í Kreml greindu frá þessu í morgun. 

Mishustin tilkynnti það 30. apríl að hann hefði greinst með kórónuveiruna og var skömmu síðar lagður inn á sjúkrahús. Varaforsætisráðherra tók við skyldustörfum hans á meðan, en Mishustin hefur síðustu daga haldið nokkra Netfundi með ráðherrum af sjúkrahúsinu, síðast í gær.

Um 300.000 hafa greinst með kórónuveriruna í Rússlandi, en ríflega 2.800 hafa látist þar úr COVID-19.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV