Fundi Icelandair og flugfreyja lokið

19.05.2020 - 01:26
Mynd með færslu
 Mynd: Vilhjálmur Þór Guðmundsson - RÚV
Fundi samninganefnda Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands lauk núna um eitt leytið. Nýr fundur hefst klukkan fimm á morgun, að sögn Aðalsteins Leifssonar Ríkissáttasemjara. Fundur stóð í um ellefu tíma, frá því klukkan tvö í dag. 

Kapp er lagt á að langtímasamningur náist við flugfreyjur fyrir hluthafafund Icelandair á föstudaginn. Þar verður tekin afstaða til þess hvort fara eigi í hlutafjárútboð þar sem reyna á að ná inn tuttugu og níu milljörðum króna í nýju hlutafé. 

Icelandair hefur þegar gert langtímasamninga við flugmenn og flugvirkja og stendur atkvæðagreiðsla um þá samninga yfir. 

Icelandair hefur viljað í samningaviðræðum að flugfreyjur skili meira vinnuframlagi fyrir sömu laun, en flugfreyjur segja að það þýðir fjörutíu prósenta kjaraskerðingu.