Athugið þessi frétt er meira en 12 mánaða gömul.

Bætt við úrræðum fyrir fatlaða einstaklinga

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Ríkisstjórnin hefur ákveðið að verja um 190 millljónum króna til að fjölga tímabundnum úrræðum fyrir langveik og fötluð börn og fullorðna. Framtakinu er ætlað að hlaupa undir bagga með þeim hópum sem finna mikið fyrir áhrifum Covid-19 faraldursins.

Ætlunin er fötluðum börnum verði boðið upp á vikudvöl í sumar- eða ævintýrabúðum í samstarfi við Styrktarfélag lamaðra og fatlaða. Áætlað er að um 200 börn geti notið slíkrar dvalar í sumar.  

Á Suðurnesjum mun sérstakt teymi vinna að því auka færni í þjónustu við fötluð börn og fjölskyldur þeirra. Eins verður í allt sumar boðið upp á dagþjónustu fyrir fullorðið fatlað fólk sem á að styrkja það til að takast á við afleiðingarfaraldursins.  

Bætt verður í sérstakan stuðning við fötluð börn innflytjenda með gerð ýmiss konar fræðsluefnis, enda eru þau nú um 30% þeirra sem vísað er til Greiningar- og ráðgjafastöðvar ríkisins.