Árás Talibana á Kunduz hrundið

19.05.2020 - 09:07
epaselect epa08170110 Afghan soldiers prepare to reach the scene of a plane crash near Ghazni, Afghanistan, 27 January 2020. According to reports a place crashed in Deh Yak district of Ghazni province where there is a strong Taliban presence.  EPA-EFE/SAYED MUSTAFA
Afganskir stjórnarhermenn. Mynd: EPA-EFE - EPA
Afganska stjórnarhernum tókst í nótt að stöðva árás Talibana á borgina Kunduz í norðurhluta landsins. Afganska varnarmálaráðuneytið greindi frá þessu í morgun

Ráðuneytið sagði að Talibanar hefðu ráðist á varðstöðvar í kringum borgina upp úr miðnætti, en með hjálp flughersins hefði árásinni verið hrundið. Talibanar hefðu náð einni varðstöðinni á sitt vald um tíma, en verið hraktir þaðan burt.

Talibanar hafa gert nokkrar tilraunir til að leggja undir sig Kunduz. Þeim tókst það tvívegis, 2015 og 2016, en héldu borginni einungis í stuttan tíma.

Talibanar hafa haft sig mikið í frammi síðan þeir undirrituðu samkomulag við Bandaríkjamenn í febrúar sem miðar að brottflutningi erlendra hersveita úr landi. Að sögn embættismanna hafa hundruð almennra borgara fallið og særst í árásum Talibana undanfarna mánuði.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi