Slökkvistarfi lauk undir morgun og voru síðustu menn komnir í hús þegar klukkan var langt gengin í sjö í morgun, segir Bjarni.
Slökkviliðið sendi út boð til sumarhúsaeigenda í Skorradal á mánudaginn var til að vara við hættu á gróðureldum vegna þurrviðris að undanförnu. Bjarni telur líklegt að eldurinn hafi kviknað af mannavöldum. Þarna sé mikil umferð fólks og lítið þurfi til að eldur kvikni. „Fólk verður að girða sig í brók og fara varlega.“
Bjarni það vera viðbjóð að eiga við eld sem kviknar í mosa ef hann nær að þorna en um 20 sentímetra þykkur mosi er yfir hrauninu. „Hann er alveg skelfilegt brunaefni,“ segir Bjarni.