Athugið þessi frétt er meira en 12 mánaða gömul.

Aðalmeðferð í máli Atla Rafns gegn Persónuvernd

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Aðalmeðferð í máli Atla Rafns Sigurðarsonar, leikara, gegn Persónuvernd, hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag klukkan 9:15. Leikarinn stefnir Persónuvernd vegna úrskurðar stofnunarinnar um að trúnaður skuli ríkja um kvartanir samstarfsfólks í Borgarleikhúsinu á hendur honum.

Atli Rafn lagði fram kvörtun til Persónuverndar þegar honum var synjað um upplýsingar um ásakanir um kynferðislega áreitni í tengslum við #metoo-byltinguna, sem leiddu til þess að honum var sagt upp störfum árið 2017.

Kristín Eysteinsdóttir, þáverandi leikhússstjóri og Leikfélag Reykjavíkur, voru dæmd til að greiða Atla Rafni 5,5 milljónir í bætur og eina milljón í málskostnað vegna uppsagnarinnar. Það var niðurstaða dómsins að farið hafi verið á svig við lög og reglur við uppsögnina og að hún hafi leitt til þess að vega að æru og persónu Atla Rafns.