15 milljarða þrot Baugsfélags auglýst 8 árum of seint

19.05.2020 - 10:12
Mynd með færslu
Jón Ásgeir Jóhannesson, fyrrverandi aðaleigandi og forstjóri Baugs. Mynd: RÚV
Ekkert fékkst upp í rúmlega 15 milljarða kröfur í þrotabú F-Capital ehf., eitt af dótturfélögum Baugs. Skiptum í búinu lauk fyrir átta árum, 23. febrúar 2012, en það var ekki auglýst í Lögbirtingablaðinu fyrr en í dag. Skiptastjórinn Jóhannes Albert Sævarsson segir að það hafi einfaldlega farist fyrir að auglýsa skiptalokin á sínum tíma, þótt öllum hlutaðeigandi hafi þá verið tilkynnt um þau, kröfuhöfum og skiptabeiðanda.

„Mannshöndin er ekki sterkari en þetta, og hún brást í þetta sinn,“ segir Jóhannes. Kröfuhafar í búið hafi verið tveir: Tollstjóri með hefðbundna kröfu upp á um 800 þúsund krónur, og svo Arion banki með kröfu upp á 15,14 milljarða.

Búið reyndist alveg eignalaust. Fyrir hrun hélt F-Capital á rúmlega þriðjungshlut í tískuvörufyrirtækinu Mosaic Fashions, en undir þeim hatti voru meðal annars reknar verslunarkeðjurnar Karen Millen og Oasis.

stigurh's picture
Stígur Helgason
Fréttastofa RÚV