Sveinn Guðmundsson ‒ Skrifstofuplanta

Mynd: Bjørn Giesenbauer / Skrifstofuplanta

Sveinn Guðmundsson ‒ Skrifstofuplanta

18.05.2020 - 17:10

Höfundar

Lag Sveins Guðmundssonar, Skrifstofuplanta, hefur hljómað nokkuð oft á Rás 2 á undanförnum vikum. Lagið er fyrsti söngull af annari breiðskífu Sveins í fullri lengd. Hún hefur verið í nokkur ár í smíðum og er nú fáanleg á streymisveitum.

Sveinn Guðmundsson er söngvaskáld úr Hafnarfirði sem skreið út úr skelinni í lok 2013 með plötunni „Fyrir herra Spock, MacGyver og mig“. Áður hafði hann verið í ýmsum bílskúrsböndum, numið bassaleik í tónlistarskólum og tónsmíðar í lýðháskóla í Danmörku.

Síðan þá hefur hann spilað hér og þar, á kaffihúsum og öldurhúsum, söfnum og sundlaugum og ferðast um England með gítarinn á bakinu. 

Nýja platan, Skrifstofuplanta, er nýkomin út. Platan var tekin upp í hljóðverinu Aldingarðurinn. Magnús Leifur Sveinsson fyrrum forsprakki indírokkbandsins Úlpu sjá um hljóðstjórn og leikur einnig á nokkur hljóðfæri á plötunni.

Á plötunni syngur Sveinn um húð og hár, gleymsku, löngun í ábót, góða daga, tiltekt í sálinni og líf skrifstofuplöntu. 

Skrifstofuplanta er plata vikunnar að þessu sinni á Rás 2, þú getur hlustað á verkið í heild sinni í spilara hér að ofan ásamt kynningum Sveins.

Sveinn Guðmundsson - Skrifstofuplanta