Péturskirkjan og Akrópólishæð opnaðar á ný

18.05.2020 - 08:48
epa08342509 A Photo taken with drone showing a deserted Piazza San Pietro  with St. Peters basilica in background, during the Coronavirus emergency lockdown in Rome, Italy, 03 April 2020. Police and soldiers are deployed across the country to ensure that citizens comply with the stay-at-home orders in a bid to slow down the wide spread of the pandemic COVID-19 disease.  EPA-EFE/ALESSANDRO DI MEO
 Mynd: EPA-EFE - ANSA
Akrópólishæð í Aþenu og aðrir fornir staðir í Grikklandi voru opnaðir fyrir almenningi á ný í morgun eftir tveggja mánaða hlé vegna kórónuveirufaraldursins. 

Katerina Sakellaropoulou, forseti Grikklands, var viðstödd opnunina á Akrópólíshæð ásamt starfsmönnum og fjölmiðlafólki. 

Péturskirkjan í Róm var einnig opnuð fyrir almenningi á ný í morgun. Þar biðu fáeinir gestir eftir því að dyr yrðu opnaðar á ný, en lögreglumenn fylgdust með að fjárlægðarreglur yrðu virtar og mældu einnig líkamshita fólksins.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV