Athugið þessi frétt er meira en 12 mánaða gömul.

Landtökumaður sakfelldur fyrir morð

18.05.2020 - 08:38
Erlent · Asía · Ísrael · Palestína
epa08428950 Israeli right-wing activist Amiram Ben-Uliel (C) is brought to the Central Lod District Court for a verdict, in the city of Lod, Israel, 18  May 2020,  Ben-Uliel, the suspect in the Duma arson attack, was convicted on three counts of murder, over a firebombing of a home in the village of Duma near the West Bank city of Nablus in July 2015 in which three Palestinians from the Dawabsha family were killed.  EPA-EFE/Avshalom Sassoni / POOL
Amiram Ben-Uliel leiddur inn í rétarsal í morgun. Mynd: EPA-EFE - MAARIV POOL
Ísraelskur landtökumaður var í morgun sakfelldur fyrir morð á palestínskum hjónum, Saad og Riham Dawabsheh, og átján mánaða barni þeirra þegar hann kveikti í húsi þeirra í þorpinu Duma á vesturbakka Jórdanar árið 2015.

Maðurinn, Amiram Ben-Uliel, var einnig sakfelldur dæmdur fyrir morðtilraun og íkveikju. Fjögurra ára sonur hjónanna lifði af brunann, en með mikil brunasár. Sakborningur á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi, en að sögn verjenda hans verður málinu áfrýjað til hæstaréttar Ísraels.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV